Arthur C. Clarke spáir í framtíðina – eða sko, nútíðina

Arthur C. Clarke er talinn einn af þremur mikilhæfustu og áhrifamestu vísindaskáldsagnahöfundum 20. aldar ásamt þeim Isaac Asimov og Robert Heinlein. Og þar sem ritun vísindaskáldsagna snýst að miklu leyti um að ímynda sér mögulega framtíð kemur ekki á óvart að þessir þrír andans menn settu allir fram margvíslega spádóma um framtíðina.

Það sem er skemmtilegt við þetta fyrir okkur í dag er að þeirra framtíð er okkar nútími. Spádómar, eða getgátur eins og Asimov vildi heldur kalla þessa gestaþraut, sem settir voru fram á árunum 1950-1975 fjölluðu iðulega um árin 2000-2020, þá 50-60 ár fram í tímann.

Það er í raun stórmerkilegt að skoða þessa spádóma sem byggðir voru á því hvernig heimurinn og tæknin leit út á þessum árum og sjá hversu stór hluti þeirra hefur staðist – allt frá sjálfvirkum kaffivélum til þráðlausra tölva í hvers manns vasa og þéttriðins nets samskiptagervitungla á braut um jörðu. Arthur C. Clarke spáði reyndar svo nákvæmlega fyrir um slík gervitungl í grein árið 1945 að sporbaugur þeirra – Geostationary orbit – er enn í dag kallaður Clarke Orbit.

En hvernig leit nútíminn út fyrir 40-50 árum? Gefum Clarke sjálfum orðið:

BBC Horizon með Arthur C. Clarke árið 1964 – Fyrri hluti:

BBC Horizon með Arthur C. Clarke árið 1964 – Seinni hluti:

Viðtal við Arthur C. Clarke frá AT&T-MIT ráðstefnunni árið 1976: