Nosferatu – hryllingssymfónía endurgerð

Kvikmyndin Nosferatu, eine Symphonie des Grauens sem F.W. Murnau gaf út árið 1922 er yfirleitt talin fyrsta vampírukvikmyndin og hefur öðlast sterkan költ status. Myndin, sem gerð var með Dracula Bram Stokers í huga en án þess að hafa höfundaréttarleyfi til að nota söguna, skartar Max Schreck í eftirminnilegu hlutverki vampírunnar Orloks greifa.

Myndin hefur haft gífurleg áhrif á kvikmyndagerðarmenn fyrr og síðar og þykir eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar, en hending réði því að hún lifði þar sem eintaki af myndinni hafði verið dreift áður en að dómstóll úrskurðaði að öll eintök hennar skyldu brennd eftir að ekkja Bram Stoker höfðaði höfundarréttarmál vegna hennar.

Nosferatu var endurgerð af Werner Herzog  sem Nosferatu:Phantom der Nacht árið 1979 með Klaus Kinski í aðalhlutverki (sem Drakúla greifi í þetta sinn) og nú stendur til að endurgera hana á ný. Í þetta sinn mun Doug Jones (sem flestir muna líklega best eftir sem Abe Sapien úr Hellboy myndunum) bregða sér í hlutverk blóðsugunnar Orloks undir stjórn leikstjóra The Cabinet of Dr. Caligari, David Lee Fisher.

Eftirminnilegasta endurútfærslan á sögu Orloks greifa er þó líklega myndin Shadow of the Vampire, þar sem Willem Dafoe fór á kostum sem Max Schrek/Orlok greifi og hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik í aukahlutverki fyrir.

Myndin segir frá kvikmyndun F.W.Murnau (leiknum af John Malkovich) á Nosferatu og samskiptunum við hinn allsérstaka leikara Max Schreck, sem virðist heltekinn af hlutverkinu, svo mjög að samleikara hans og kvikmyndagerðarfólk fer að gruna að ekki sé allt með felldu.

Þar sem von er á nýrri endurgerð er einmitt rétti tíminn núna til að taka góða kvöldstund í undirbúning og horfa á þessar tvær myndir, Nosferatu, eine Symphonie des Grauens og Shadow of the Vampire. Það má byrja strax hér:

Ef fólk er svo í stuði fyrir Werner Herzog er það ekki verra, en þýskt seventies arthouse er vissulega svolítið stílbrot frá hinum tveimur.