Spacetruckin’ highwayman from Roswell to Mars with two little men in flying saucers and Major Tom

Vísindaskáldskapur kemur í margskonar formi, bókum, kvikmyndum, myndasögum og myndlist hann skýtur upp kollinum allstaðar þar sem fólk tjáir sig með listrænum hætti.  Þekktustu dæmin um tengsl vísindaskálskapar og tónlistar eru væntanlega stórbrotin verk tónskálda fyrir kvikmyndir.  Stef og nótur sem að eilífu tengjast kvikmyndinni órjúfanlegum böndum, skapa spennu og andrúmsloft sem aldrei gleymist.  Þessi póstur er ekki helgaður slíkri tónlist.

Popptónlist fór snemma að sækja efni í skálskap og var sci-fi þar ekki undanskilið.  Ég settist niður og setti saman  lista yfir uppáhalds sci-fi tónlistina mína.  Hún er af ýmsum toga þó að sumum finnist kannski heldur mikið af ’80 poppi og inniheldur lög sem ég þekki og hlusta á að fúsum og frjálsum vilja.  Við bættust svo nokkur lög sem ég uppgötvaði þegar ég var að leita og fannst skemmtileg.  Ég ætla ekki að leggja dóm á gæði þessarar tónlistar en sumt þykir arfaslæmt en annað stórvirki úr tónlistasögunni.

Ég sleppti íslenskri tónlist þó svo að Glámur og Skrámur í sælgætislandi eigi vissulega vel heima á listanum.  Ég ákvað líka þegar að listinn var orðinn mjög langur að hlífa ykkur við heimsenda áráttunni minni þannig að þeim lista verður bara póstað seinna.  Það er margt sem gerir lög að visindaskáldskap, textarnir, tónlistin sjálf og flutningurinn og ekki síst tónlistarmyndböndin sem fylgja þeim.

Ég geri mér grein fyrir að það vantar afskaplega mikið af góðri tónlist inn á þennan lista þannig að endilega segið mér hvað er uppáhalds sci-fi tónlistin ykkar.

Ein athugasemd við “Spacetruckin’ highwayman from Roswell to Mars with two little men in flying saucers and Major Tom

Smelltu í kassann og smelltu á "Breyta" til að kommenta með facebook eða twitter aðgangi

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s