Fríða og dýrið – hin óborganlegu 50’s scifi plaköt

Segja má að áratugarnir um 1940-1960 séu sá tími sem mótaði grunninn sem vísindaskáldsögur síðari hluta tuttgustu aldarinnar byggðu á, og hafa jafnvel gert til dagsins í dag.

Höfundar eins og Clarke, Le Guin, Heinlein og Asimov hófu ferla sína á þessum tíma, ýmsar grundvallar samfélagsbreytingar áttu sér stað og stríð og síðar kapphlaup stórveldanna þrýstu vísindum og tækniþróun framar í samfélagsfókusinn og hraðar áfram en áður hafði þekkst. Til varð sérstök unglingamenning sem horfði til nýrra hugmynda og tók breytingum fagnandi. Menn fóru í auknum mæli að horfa út til stjarnanna sem framtíðarheimilis mannkyns og velta fyrir sér bæði því hvernig hægt væri að nema og nýta geiminn og spurningunni um það hvort að í honum leyndist eitthvað sem ógnað gæti mannkyninu.

Undir niðri kraumuðu stórátök heimsveldanna, fyrst heit og svo köld, og alið var á ógninni við hið óþekkta, veröldinni sem fastast og á sem flestum vettvangi skipt í „okkur“ og „hina“ á allan mögulegan máta.

Og þrátt fyrir að breytingar yrðu á þessum tíma í átt að almennum mannréttindum og kynjajafnrétti var veröldin almennt fremur stutt á veg komið að því leytinu til um 1960. Tvíhyggjan réði lögum og lofum í listum og bókmenntum sem og annars staðar.

Það er, í ljósi alls sem hér að ofan er talið, sérstaklega áhugavert að skoða hvernig menn seldu kvikmyndir og bækur um vísindaskáldskap á þessum tíma. Kunnugleg þemu úr auglýsingamennsku  þessa tíma eru hvarvetna áberandi og ekki að furða, því að auglýsingamennska var ekki á þessum tíma komin langt frá skilgetnu foreldri sínu – stjórnmála- og stríðsáróðrinum.

Skarpir litir og skýr skil milli góðs og ills – „okkar“ og „hinna“ – eru gegnumgangandi og augljóst og eldgamalt þema hinnar bjargarlausu konu (einnar af „okkur“) sem ógnað er af skrímsli (skelfilegum fulltrúa „hinna“) er ótrúlega áberandi. Þema sem var notað í drasl í áróðursskyni af öllum aðilum stríðsátaka síðari heimsstyrjaldar og áður nýlenduveldanna. Í hlutverki „hinna“ voru þá þeir sem ekki þóttu heppilegir félagar í leik – rússar, nasistar, gyðingar, svertingjar, kínverjar, japanir o.s.frv., o.s.frv. – allt eftir því hverjir það voru sem prentuðu viðkomandi plakat.

Á eftirstríðsárunum þegar kalda stríðið tók við af fullum krafti urðu skilin milli Rússa og Bandaríkjamanna – kommúnista og kapítalista – Austurs og Vesturs, sífellt meira áberandi í þessum boðskap.

Og alveg eins og ofurhetjur myndasögublaðanna, eins og Superman og Captain America, urðu til sem baráttumenn hinna vestrænu afla gegn fasistaógninni í Evrópu, urðu skrímsli sjötta áratugarins holdgervingar kommúnistaógnarinnar í austri – gjarnan andlitslaus og óútskýrð fyrirbæri sem ógnuðu lífi og limum mjúkra meyja, gjarnan fáklæddra á kápum og  pulpbóka og kvikmyndaplakötum.

Það er gömul saga og ný að listin endurspeglar samfélagið á hverjum tíma. Það er áhugavert að skoða þessa hlið á listinni í dag og velta því fyrir sér hvað hún segir um vestrænt samfélag sjötta áratugarins:

Smelltu í kassann og smelltu á "Breyta" til að kommenta með facebook eða twitter aðgangi

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s