Sex vísindaskáldsögur tilnefndar til Arthur C. Clarke verðlaunanna

Þá eru tilnefningar til Arthur C. Clarke verðlaunanna fyrir vísindaskáldsögu ársins komnar í hús. Þar kennir að venju ýmissa grasa, en verðlaunin eru veitt vísindaskáldsögum sem komu fyrst út í Bretlandi á fyrra ári og þykja virtustu verðlaun Breta fyrir vísindaskáldskap.

Á tilnefningalistanum í ár má búast við að aðdáendur vísindaskáldsagna finni bæði gamla kunningja og nýjar uppgötvanir. Nýir höfundar eiga sinn fulltrúa á listanum í The Long Way to a Small Angry Planet eftir Becky Chambers sem nýlega var fjallað um hér á vefnum, en einnig eru þar vel versaðir og betur þekktir höfundar með margar bækur að baki, eins og t.d. Adrian Tchaikovsky.

Þessar eru tilnefndar:

51I+bQqRGCL._SL220_51B2HB1fcZL._SL220_516nGCMkG5L._SL220_

51O2Df8vbQL._SL220_51W4n-1TENL._SL220_61KkHzO9GPL._SL220_

Arthur C. Clarke verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1987 og á meðal fyrri sigurvegara eru t.d. The Handmaid’s Tale eftir Margaret Atwood, Perdito Street Station eftir China Miéville, Quicksilver eftir Neal Stephenson og Ancillary Justice eftir Ann Leckie (sem einnig var fjallað um hér á vefnum fyrir skömmu).

Verðlaunin verða afhent með viðhöfn þann 24. ágúst n.k. í Foyles bókabúðinni í London.

Smelltu í kassann og smelltu á "Breyta" til að kommenta með facebook eða twitter aðgangi

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s