Klukkuverk, kaþólikkar og Kalvínismi – The Alchemy Wars eftir Ian Tregillis

Ian Tregillis hefur skapað sér nafn fyrir að skrifa alternate history – sögubreyti – skáldsögur sem blanda raunverulegum persónum og atburðum úr sögunni saman við nýjan söguþráð og nýja tækniþróun.

Fyrstu bækur hans, The Milkweed Triptych þríleikurinn, hlaut góða dóma en nýjustu bækur hans, þar sem klukkuverksvélmennið Jax berst fyrir frelsi hafa skotið honum rækilega upp á furðusöguhimininn.

20980667Tvær bækur hafa komið út í þessum flokki, sem er nefndur The Alchemy Wars, og verður um klassískan þríleik að ræða hjá Tregillis eins og áður. Fyrsta bókin, The Mechanical, kom út í mars 2015 og fangaði strax athygli. Hún kynnir til sögunnar heiminn í uphafi 20. aldar þar sem Hollendingar hafa náð yfirráðum í Evrópu og Ameríku á undanförnum 200 árum á grundvelli uppfinninga klukkugerðamanna og alkemista. Þeir hafa búið til her klukkuverksmanna (klakkera) – vélmenna sem stjórnast af töfrum alkemistanna (ekki ósvipað og gólem) og sem nýtt eru bæði sem þjónar og herafl. Klakkerunum er stýrt þannig að þeir eru algerlega á valdi eigenda sinna og geta ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir utan þess sem þeim er skipað fyrir.

Þannig hafa Hollendingar lagt undir sig hinn vestræna heim og hrakið helsta óvin sinn, Frakkakonung, norður til Kanada, þar sem hann situr í sínu síðasta vígi, Marseille-í-Vestri, en Frakkar hafa fram að því náð að halda örlítið aftur af tækni Hollendinga með uppfinningum í efnafræði.

Í þessari heimsmynd berst sagan að klakkernum Jax sem ferðast sem þjónn yfir Atlantshafið til Nýja Hollands með húsbændum sínum, en með óvæntan laumuvarning með sér, sem prestur nokkur lætur hann hafa. Ferðalagið og varningurinn á eftir að hafa óvænt áhrif á Jax og verður upphafið að endalokum baráttunnar milli þessara25318815 tveggja heimsvelda.

Serían er ekki síst áhugaverð vegna þess að heimsmyndin og söguþráðurinn snýst að stórum hluta um frjálsan vilja og virði hans. Tregillis blandar trúarbrögðum og sýn þeirra á frjálsan vilja saumlaust inn í atburðarásina, en Barátta Hollendinga og Frakka snýst ekki síst um viðhorf þeirra til hins frjálsa vilja og þess hvort klakkerarnir geti haft sál. Hinir kaþólsku og Aquinas-þenkjandi Frakkar telja að klakkerarnir geti haft frjálsan vilja,og því sál, og að Hollendingar haldi þá sem þræla. Hinir Kalvinísku Holendingar líta hins vegar á þá sem hvert annað viljalaust verkfæri, enda telja þeir að frjáls vilji sé ekki til og að allt fari eftir Guðlegri forsjá. Saga Jax dregur lesandann með inn í alls kyns afkima þessarar baráttu. 

Sagan blandar á aðdáunarverðan hátt saman raunverulegum persónum og sögupersónum, sérstaklega þegar kemur að heimsbyggingunni. Spinoza og Huygens eru t.d. grunnkarakterar í uppbyggingu sögunnar og heimspeki og vísindi þeirra fá sinn skerf af yfirhalningu.

Þróun tækni og vísinda í heimi sögunnar er einnig stórvel gerður, ekki síst að því leyti að skoða hvernig sú tækniþróun sem við þekkjum úr sögunni hefði orðið fyrir áhrifum ef til hefðu orðið vélmenni til að þjóna öllum okkar þörfum upp úr 1700. Ýmis tækni sem við þekkjum í dag hefur þannig t.d. aldrei orðið til í heimi Tregillis því að engin þörf hefur verið fyrir hana – og mögulega ekki verið hvatt til nýrra uppfinninga sem ýtt gætu hinum hollensku herrum af stalli sínum.

Það er óhætt að mæla með Alchemy Wars bókunum fyrir aðdáendur sögubreytiskáldskapar og heispekipælinga, og fyrir þá sem vilja spennandi og hraða atburðarás. Von er á þriðju og síðustu bókinni á árinu svo að það er ekki seinna vænna að næla sér í hinar tvær.

Ein athugasemd við “Klukkuverk, kaþólikkar og Kalvínismi – The Alchemy Wars eftir Ian Tregillis

Smelltu í kassann og smelltu á "Breyta" til að kommenta með facebook eða twitter aðgangi

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s