Þess vegna hefur George Lucas rangt fyrir sér

Varúð! Þessi póstur mun innihalda nokkra Höskulda um Stjörnustríðsmyndirnar.

Ég gleymi því seint þegar ég horfði í fyrsta sinn á DVD-útgáfuna af Return of the Jedi, sem kom út árið 2004, og sérstaklega lokaatriðinu. Keisaraveldið hefur verið sigrað, Svarthöfði sneri aftur til hins góða áður en hann dó, og litlu bangsakvikindin eru að dansa af einhverri furðulegri ástæðu. Logi Geimgengill horfir út í buskann og sér þar þrjá saman: Obi Wan Kenobi, Yoda… og Hayden Christensen? HVERT ÞÓ Í HOPPANDI!!!

Fyrir það fyrsta þykja mér prequel-myndirnar slæmar. Lucas virðist ekki hafa haft grænan grun um það hvernig hann ætlaði sér að hafa þríleikinn, og ákvað því að troða í myndirnar alls kyns rusli og því sem hann hélt að væri “fan service” (ég meina, Boba Fett sem krakki? Vildi einhver í alvörunni sjá það?). En það var allt í lagi, það var bara self-contained þarna í þessum myndum og ég gat látið sem að þær væru barasta alls ekki til. Þangað til nú, þegar leikarinn sem einhverra hluta vegna fékk stærsta Sci-Fi hlutverk seinni tíma án þess að hafa nokkuð til brunns að bera, var barasta kominn í Return of the Jedi, með creepy-störuna sína og allt!

Hayden
My lady…

Fyrir mann sem hafði getað sætt sig við næstum því hvað sem er af því sem Lucas hafði troðið í Special Edition, þá var þetta mómentið. Han mátti skjóta fyrstur eða síðastur, mér var sama þó að einhverju söngatriði væri troðið í Jedi, og svo framvegis. En nú var ég búinn að fá nóg. Ég horfði ekki á Star Wars í nærri því áratug eftir þetta. Óbragðið í munninum var einfaldlega of mikið.

En hvers vegna var þetta svona rangt? Af hverju mátti Lucas ekki setja Hayden Christensen í Return of the Jedi? Hann bjó til myndirnar, mátti hann ekki fara með þær eins og honum sýndist? Fyrir mér er svarið einfalt. Það var rangt að setja Hayden Christensen í Return of the Jedi, ekki af því að það væri endilega eitthvað rangt við leikarann, heldur vegna þess að það skemmdi söguna sem Lucas var upphaflega að segja.

Byrjum á titli myndarinnar. Return of the Jedi. Hann má skilja á ýmsa vegu. Til dæmis þannig að regla Jedi-riddaranna (sem Hersteinn Pálsson þýddi sem Væringja) væri nú að snúa aftur, endurholdguð í Loga Geimgengli. En ef titillinn er skilinn á persónulegri nótum, þá hlýtur merking hans að vera sú, að þarna snúi Anakin Geimgengill aftur eftir að hafa verið leiddur á braut hins illa, eftir hafa orðið að Svarthöfða.

Og já, hann gerir það, hann drepur keisarann og verður aftur að Anakin. Hann biður Loga um að taka grímuna af sér, svo hann geti litið son sinn sínum eigin augum, og deyr. Það er Anakin sem deyr, ekki Svarthöfði. Það er allur tilgangur myndarinnar, það er það sem felst í titlinum. Anakin snýr aftur.

Útskýringar Lucas á því hvers vegna hann setti Hayden Christensen inn ganga hins vegar þvert á þetta. Samkvæmt Lucas dó Anakin í raun þegar keisarinn sneri honum með ofleik sínum og ótakmörkuðu valdi. Hið illa át Anakin og spýtti út Svarthöfða. Þannig að þegar Anakin deyr í Jedi, að þá verður vofa hans aftur að þeim manni sem hann var þegar hann „dó“.

Horse. Shit.

Ef þetta væri raunin, þá hefði Return of the Jedi átt að enda á því, að Svarthöfði leyfði keisaranum að snöggsteikja Loga með eldingunum sínum, og síðan hefðu þeir tveir haldið partí og gefið hvor öðrum fimmu, allavega í þessar fimm mínútur sem þeir hefðu átt ólifaðar þangað til Lando sprengir upp Helstirnið II.

Öll myndin gengur út á það að Anakin hafi í raun og veru ekki dáið, að hið góða var enn til staðar. Útskýring Lucasar gengur því ekki upp, og því leyfi ég mér að segja það að hann, maðurinn sem skóp þennan sagnaheim, hafi þarna haft rangt fyrir sér.

Smelltu í kassann og smelltu á "Breyta" til að kommenta með facebook eða twitter aðgangi

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s