Sjálfreimandi draumur fortíðar okkar að veruleika orðinn

Það þarf ekki að vera vísindaskáldsögukvikmyndanörd til að þekkja dagsetninguna 21. október 2015. Dagurinn sem Marty McFly ferðaðist til í framtíðinni er greiptur í huga flestra sem voru orðnir ca. 8 ára árið 1989. Ef þú spyrð nerði af þeirri kynslóð hvað þá myndi mest langa til að eignast úr kvikmyndasögunni þá er tvennt yfirleitt fyrst nefnt: Geislasverð og DeLorean. En í þriðja sæti (og jafnvel því fyrsta hjá alvöru Back to the Future nördum) eru sjálfreimandi Nike skórnir hans Marty.

Okkur dreymdi. Og við biðum lengi. Svo einn daginn árið 2011 ákvað Nike að uppfylla drauma okkar með Nike Mag. Og þeir voru stórkostlegir. Yfirdrifnir. Lýstu upp myrkur skótísku 21. aldarinnar. Við töldum okkur hólpin, að oss hefði verið færður hinn heilagi gral. Nú gæti bara ekki verið langt í geislasverðin.

En ógn og skelfing heltók nördheima þegar upplýstist að Nike hafði sleppt gullinu í gralnum (slappið af nerðir – engann æsing – við höfum horft á Raiders of the Lost Ark og vitum að það er ekkert gull í gralnum – þetta er bara svona orðaleikur) – það VANTAÐI SJÁLFREIMIBÚNAÐINN!

En fagnið lýðir, því frelsari er oss framleiddur í formi Nike Mag 2016! Og í þetta sinn eru þeir með öllu. Jamm, sultusvalir, sjálfslýsandi og sjálfreimandi – hinn fyrirheitni skór í öllu sínu veldi. Það er bara eitt vandamál. Það eru bara til 89 pör. Og þau verða seld með happadrættisfyrirkomulagi. Great Scott!

Og til að bæta gráu ofan á svart tók svalasta íþróttavörufyrirtæki heims upp á því að tilkynna uppfyllingu svalasta draums okkar með alherfilegasta youtube myndbandi sögunnar. Það þarf einhverja sérstaka viðhafnarútgáfu af úreltri PR hugsun til að kynna svölustu vöru aldarinnar með þessu hér:

Smelltu í kassann og smelltu á "Breyta" til að kommenta með facebook eða twitter aðgangi

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s