Leiðin til stjarnanna er andstæð eðlisfræðilögmálunum

Það varð uppi fótur og fit í eldflaugabransanum fyrir þó nokkrum árum þegar vísindamaðurinn Roger Shawyer tilkynnti að hann hefði fundið upp eldflaugahreyfil sem gengi fyrir örbylgjum og þyrfti ekkert eldsneyti, bara rafmagn. „Grúví pæling“, sögðu aðrir vísindamenn, „hvað ertu búinn að vera að reykja Roger minn?“

Það var ekkert skrýtið að menn teldu Roger vera skrýtinn því að það sem hann hafði hannað gekk í grunninn út á sama prinsipp og ef maður gerir hnefastórt gat á örbylgjuofn, festir hann á bögglaberann á hjólinu með gatið afturábak og ætlast til að hann þrýsti manni upp í Breiðholt.

A radio frequency (RF) resonant cavity thruster is a proposed type of electromagnetic thruster in which electromagnetic radiation is confined to a microwave cavity, and provides thrust to the cavity in a particular direction as the radiation reflects within the cavity.

En þegar efasemdamenninir fengu að prófa apparatið sjálfir komust þeir endalaust og öllum að óvörum að jákvæðum niðurstöðum. EmDrifið svokallaða virkaði sama hver prófaði það. Og það virtist vissulega vera grúví. Vandamálið sem fékk hálærða eldflaugafræðinga og eðlisfræðinga til að klóra sér í kollinum var aðallega eitt. Ef EmDrifið virkar brýtur það í bága við lögmál eðlisfræðinnar eins og við þekkjum þau í dag. Það þverbrýtur til dæmis þriðja lögmál Newtons um að gagnstætt hverju átaki hljóti ætíð að vera jafnstórt gagnátak.

Þetta hlaut bara að vera eitthvað skrýtið. Og hvað gera eðlisfræðingar til að afsanna skrýtna hluti um eldflaugadrif? Þeir fleygja öllu draslinu í NASA. Þannig að Eagleworks eldflaugasérfræðingateymið hjá NASA tók málið að sér. Og viti menn. EmDrifið virkaði hjá þeim líka. En jafnvel þessir helstu egghausar eldflaugavísindanna gátu ekki fundið út hvers vegna það virkar.

Þannig að NASA og félagar gáfu út alvöru vísindagrein í alvöru vísindablaði með alvöru útreikningum byggðum á alvöru tilraunum, semsagt allt eins rosalega mikið alvöru og hægt er, þar sem niðurstaðan er nokkurnvegin þessi:

EmDrifið virkar, maður fóðrar það á rafmagni og það spýtir út þrýstikrafti. Það er geðveikt en við vitum því miður ekki hvers vegna það virkar. Ó, og já, getur einhver uppfært eðlisfræðilögmálin okkar plís?

Þetta er reyndar mögulega hugsanlega kannski svolítil einföldun og ef fólk vill lesa flóknu útgáfuna þá er hún hér http://arc.aiaa.org/doi/full/10.2514/1.B36120 og þar segir í útdrætti með svolítið meira fansí orðalagi:

A vacuum test campaign evaluating the impulsive thrust performance of a tapered radio-frequency test article excited in the transverse magnitude 212 mode at 1937 MHz has been completed. The test campaign consisted of a forward thrust phase and reverse thrust phase at less than 8×106  torr8×10−6  torr vacuum with power scans at 40, 60, and 80 W. The test campaign included a null thrust test effort to identify any mundane sources of impulsive thrust; however, none were identified. Thrust data from forward, reverse, and null suggested that the system was consistently performing with a thrust-to-power ratio of 1.2±0.1  mN/kW1.2±0.1  mN/kW.

Niðurstaðan? Við virðumst öll geta farið að láta okkur hlakka til þess þegar langömmubörnin skreppa út fyrir sólkerfið með risastóran örbylgjuofn strappaðan á bögglaberann á geimskipinu sínu. Og það er bara algerlega geðveikt. Og þessi eðlisfræðilögmál eru hvort eð er bara eitthvað frat.

Reyndar er rétt að halda því til haga að á vef EmDrifsins er því lýst að það brjóti engin eðlisfræðilögmál:

Q. Does the theory of the EmDrive contravene the accepted laws of physics or electromagnetic theory?
A. The EmDrive does not violate any known law of physics. The basic laws that are applied in the theory of the EmDrive operation are as follows:

Newton’s laws are applied in the derivation of the basic static thrust equation (Equation 11 in the theory paper) and have also been demonstrated to apply to the EmDrive experimentally.
The law of conservation of momentum is the basis of Newtons laws and therefore applies to the EmDrive. It is satisfied both theoretically and experimentally.
The law of conservation of energy is the basis of the dynamic thrust equation which applies to the EmDrive under acceleration,(see Equation 16 in the theory paper).
The principles of electromagnetic theory are used to derive the basic design equations.

 

Smelltu í kassann og smelltu á "Breyta" til að kommenta með facebook eða twitter aðgangi

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s