Þrjár góðar til að lesa í desember

Vísindaskáldsögudesember er upp runninn. Því hvað er meira kósí í jólamánuðinum en að kúra undir teppi í þægilegum stól með kakó og góða bók? Hér á Framtíðinni mælum við með þremur vísindaskáldsögum til lestrar á aðventunni. Tvær þeirra koma nýjar út mánudaginn 6. desember og eru báðar framhald fyrri bóka (sem er jú bara enn skemmtilegra fyrir þá sem geta þá byrjað á að lesa fyrri bækur í seríunum) en sú þriðja er algert grunnrit í scifi fræðunum.

Babylon’s Ashes – James S.A Corey

01coreyÞeir sem hafa lesið Expanse seríuna alla hingað til bíða væntanlega vel spenntir eftir sjöttu bókinni í seríunni, Babylon’s Ashes sem kemur út 6. desember. Eftir eitt óvæntasta „oh no they didn’t!“ plot twist geimópera síðari tíma í fimmtu bókinni vilja aðdáendur ólmir vita hvað gerist næst í þessum geimkaldastríðsheimi þar sem Jörðin, Mars og Smástirnabeltið takast á um völd og áhrif og framtíð mannkyns. Kalda stríðið er reyndar ekki lengur kalt þegar þessi bók hefst, en við Höskuldum söguna ekki frekar fyrir þeim sem eiga eftir að lesa fyrri bækurnar. Við bendum bara á að lesa fyrri bækurnar fyrst! Þær eru ekki síðri desemberlestur. Fyrir þá sem ekki hafa tekið stökkið út í geiminn með áhöfninni á Rocinante má benda á að við höfum áður fjallað um The Expanse hér. Aðdáendur góðrar geimóperu með gommu af noir og slurk af horror ívafi ættu ekki að láta þessa seríu fram hjá sér fara.

The Liberation – Ian Tregillis

01tregillisFrelsisbaráttu klukkuverksróbótans Jax lýkur væntanlega með þriðju bókinni í seríunni, The Liberation, sem kemur sömuleiðis út 6. desember, en áður eru komnar út The Mechanical og The Rising. Í stuttu máli fjallar þríleikurinn um klukkuverksmanninn Jax sem óvænt losnar undan oki hinnar hollensku herraþjóðar sinnar og öðlast frjálsan vilja, í heimi þar sem kalvínískir Hollendingar hafa náð heimsyfirráðum með valdi sínu á klukkuverki og alkemisma og reyna að eyða síðustu mótspyrnu hinna kaþólsku Frakka í nýja heiminum. Serían er bæði hröð og skemmtileg en stappfull af áhugaverðum heimspekipælingum á milli línanna, eins og við höfum áður fjallað um hér. Aftur bendum við á að lesa fyrri bækurnar tvær áður en The Liberation er tekin upp. Það er fyllilega þess virði.

Stranger in a Strange Land – Robert A. Heinlein

01heinleinAllir sem hafa dýft tánni í heim vísindaskáldsagna ættu að þekkja Robert A. Heinlein. Þrátt fyrir það eru margir sem þekkja hann frekar vegna kvikmyndarinnar Starship Troopers en vegna bókmenntastórvirkisins Stranger in a Strange Land. Saga Valentine Michael Smith, sem er alinn upp af marsbúum og kemur fullorðinn til jarðar, er ein af grunnverkum vísindaskáldsagna 20. aldar. Hún er ekki auðveld bók aflestrar og þeir sem frekar hrífast af hraðri atburðarás og geimbardögum ættu mögulega að geyma hana og koma sér inn í Heinlein með því að byrja á að lesa Starship Troopers. En Stranger in a Strange Land er frábær bók engu að síður. Hún kom út árið 1961 og tekur á mörgum af þeim álitaefnum sem voru efst á baugi í heiminum á þeim tíma. Hún boðar frjálsar ástir og frið meðal manna, er stórkostlega gagnrýnin á skipulögð trúarbrögð en jákvæð gagnvart persónulegri andlegri upplifun. Bókin er talin ein af helstu áhrifavöldum hippahreyfingarinnar og er nánast á sama tíma heimspekirit og skáldsaga. Margir telja að Heinlein hafi skrifað bókina til að koma skoðunum sínum á heiminum beint til skila í gegnum hana og oft er talið að ein aðalpersóna bókarinnar, einræðukóngurinn Jubal Harshaw, sé málpípa höfundar. Reyndar er þess virði að lesa bókina bara til að kynnast Jubal Harshaw því magnaðri einræðurantari hefur líklega sjaldan verið festur á bók. Í öllu falli er tæplega til vísindaskáldsaga sem er meira viðeigandi að lesa á sjálfri jólahátíðinni en þessi.

 

 

 

 

 

Smelltu í kassann og smelltu á "Breyta" til að kommenta með facebook eða twitter aðgangi

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s