Um okkur

Framtíðin er vefur fyrir áhugafólk um vísindaskáldskap, fantasíusögur, tækni og vísindi og áhrif þeirra á okkur og samfélagið. Takmarkið er að skapa vef sem bæði fjallar um skemmtilegu hliðarnar á vísindaskáldskap og fantasíusögum í bókum og blöðum, kvikmyndum og sjónvarpi og veltir líka upp áhugaverðum pælingum um framtíðina, hvernig vísindaskáldsagnahöfundar fortíðar og nútíðar hafa séð hana fyrir sér, þróun tækninnar og hvernig samfélagið mun þróast með henni.

Viðfangsefnið er því galopið: vísindskáldskapur, fantasíusögur, tækni og vísindi og samfélagið í sinni víðustu mynd, allt frá skemmtiefni til skelfingar.

Vefurinn er skrifaður af áhugafólki. Ert þú með grein í maganum? Flugu í kollinum? Sendu okkur línu og vertu memm.