Þrjár góðar til að lesa í desember

Vísindaskáldsögudesember er upp runninn. Því hvað er meira kósí í jólamánuðinum en að kúra undir teppi í þægilegum stól með kakó og góða bók? Hér á Framtíðinni mælum við með þremur vísindaskáldsögum til lestrar á aðventunni. Tvær þeirra koma nýjar út mánudaginn 6. desember og eru báðar framhald fyrri bóka (sem er jú bara enn skemmtilegra fyrir þá sem geta þá byrjað á að lesa fyrri … Halda áfram að lesa: Þrjár góðar til að lesa í desember

Leiðin til stjarnanna er andstæð eðlisfræðilögmálunum

Það varð uppi fótur og fit í eldflaugabransanum fyrir þó nokkrum árum þegar vísindamaðurinn Roger Shawyer tilkynnti að hann hefði fundið upp eldflaugahreyfil sem gengi fyrir örbylgjum og þyrfti ekkert eldsneyti, bara rafmagn. „Grúví pæling“, sögðu aðrir vísindamenn, „hvað ertu búinn að vera að reykja Roger minn?“ Það var ekkert skrýtið að menn teldu Roger vera skrýtinn því að það sem hann hafði hannað gekk í grunninn … Halda áfram að lesa: Leiðin til stjarnanna er andstæð eðlisfræðilögmálunum

Sjálfreimandi draumur fortíðar okkar að veruleika orðinn

Það þarf ekki að vera vísindaskáldsögukvikmyndanörd til að þekkja dagsetninguna 21. október 2015. Dagurinn sem Marty McFly ferðaðist til í framtíðinni er greiptur í huga flestra sem voru orðnir ca. 8 ára árið 1989. Ef þú spyrð nerði af þeirri kynslóð hvað þá myndi mest langa til að eignast úr kvikmyndasögunni þá er tvennt yfirleitt fyrst nefnt: Geislasverð og DeLorean. En í þriðja sæti (og jafnvel því … Halda áfram að lesa: Sjálfreimandi draumur fortíðar okkar að veruleika orðinn

Klukkuverk, kaþólikkar og Kalvínismi – The Alchemy Wars eftir Ian Tregillis

Ian Tregillis hefur skapað sér nafn fyrir að skrifa alternate history – sögubreyti – skáldsögur sem blanda raunverulegum persónum og atburðum úr sögunni saman við nýjan söguþráð og nýja tækniþróun. Fyrstu bækur hans, The Milkweed Triptych þríleikurinn, hlaut góða dóma en nýjustu bækur hans, þar sem klukkuverksvélmennið Jax berst fyrir frelsi hafa skotið honum rækilega upp á furðusöguhimininn. Tvær bækur hafa komið út í þessum flokki, sem er … Halda áfram að lesa: Klukkuverk, kaþólikkar og Kalvínismi – The Alchemy Wars eftir Ian Tregillis

Sex vísindaskáldsögur tilnefndar til Arthur C. Clarke verðlaunanna

Þá eru tilnefningar til Arthur C. Clarke verðlaunanna fyrir vísindaskáldsögu ársins komnar í hús. Þar kennir að venju ýmissa grasa, en verðlaunin eru veitt vísindaskáldsögum sem komu fyrst út í Bretlandi á fyrra ári og þykja virtustu verðlaun Breta fyrir vísindaskáldskap. Á tilnefningalistanum í ár má búast við að aðdáendur vísindaskáldsagna finni bæði gamla kunningja og nýjar uppgötvanir. Nýir höfundar eiga sinn fulltrúa á listanum … Halda áfram að lesa: Sex vísindaskáldsögur tilnefndar til Arthur C. Clarke verðlaunanna

Fríða og dýrið – hin óborganlegu 50’s scifi plaköt

Segja má að áratugarnir um 1940-1960 séu sá tími sem mótaði grunninn sem vísindaskáldsögur síðari hluta tuttgustu aldarinnar byggðu á, og hafa jafnvel gert til dagsins í dag. Höfundar eins og Clarke, Le Guin, Heinlein og Asimov hófu ferla sína á þessum tíma, ýmsar grundvallar samfélagsbreytingar áttu sér stað og stríð og síðar kapphlaup stórveldanna þrýstu vísindum og tækniþróun framar í samfélagsfókusinn og hraðar áfram en áður … Halda áfram að lesa: Fríða og dýrið – hin óborganlegu 50’s scifi plaköt

Endalok tvíhyggjunnar – þrjár bækur með nýrri hugsun

Þrátt fyrir mikla framþróun á síðari hluta 20. aldar og því sem af er þeirri 21. standa  hin svokölluðu „vestrænu“ samfélög enn a grunni hugmynda sem mótaðar voru fyrir mörg hundruð og jafnvel þúsundum ára. Grunnhugmyndir manna um tvö kyn, hlutverk þeirra, samskipti og samlíf eru enn með sterkustu þátta í félagsmótun og eru enn það sem kallast „norm“ í samfélaginu. Tvíhyggjan, sú grundvallarsýn að … Halda áfram að lesa: Endalok tvíhyggjunnar – þrjár bækur með nýrri hugsun

The Expanse – Space noir upp á sitt besta?

Expanse bókaserían eftir James S.A. Corey hefur heillað marga aðdáendur geimópera á undanförnum árum, allt frá undirrituðum til sjálfs George R.R. Martin (sem virðist lesa SciFi á milli þess sem hann slátrar eigin sögupersónum af áfergju) sem lét hafa eftir sér að fyrsta bókin, Leviathan Wakes, væri „kickass space opera“. Áhuga Martin þarf reyndar hugsanlega að skoða í því ljósi að annar helmingur höfundateymisins á bak við … Halda áfram að lesa: The Expanse – Space noir upp á sitt besta?

Arthur C. Clarke spáir í framtíðina – eða sko, nútíðina

Arthur C. Clarke er talinn einn af þremur mikilhæfustu og áhrifamestu vísindaskáldsagnahöfundum 20. aldar ásamt þeim Isaac Asimov og Robert Heinlein. Og þar sem ritun vísindaskáldsagna snýst að miklu leyti um að ímynda sér mögulega framtíð kemur ekki á óvart að þessir þrír andans menn settu allir fram margvíslega spádóma um framtíðina. Það sem er skemmtilegt við þetta fyrir okkur í dag er að þeirra framtíð er … Halda áfram að lesa: Arthur C. Clarke spáir í framtíðina – eða sko, nútíðina

Atlas nálgast – resistance is futile

Hver hefur ekki áhyggjur af því að einn daginn muni vélmennin ákveða að þau séu búin að fá nóg af okkur beinapokunum og taka völdin? Enginn. Að minnsta kosti enginn sem hefur fylgst með framþróuninni hjá Boston Dynamics. Nýjasta gerð Atlas vélmennisins var kynnt í upphafi ársins og stökkin sem hann hefur tekið frá því að þeir sýndu okkur hann síðast eru hreint mögnuð. Nú … Halda áfram að lesa: Atlas nálgast – resistance is futile