Þrjár góðar til að lesa í desember

Vísindaskáldsögudesember er upp runninn. Því hvað er meira kósí í jólamánuðinum en að kúra undir teppi í þægilegum stól með kakó og góða bók? Hér á Framtíðinni mælum við með þremur vísindaskáldsögum til lestrar á aðventunni. Tvær þeirra koma nýjar út mánudaginn 6. desember og eru báðar framhald fyrri bóka (sem er jú bara enn skemmtilegra fyrir þá sem geta þá byrjað á að lesa fyrri … Halda áfram að lesa: Þrjár góðar til að lesa í desember

Klukkuverk, kaþólikkar og Kalvínismi – The Alchemy Wars eftir Ian Tregillis

Ian Tregillis hefur skapað sér nafn fyrir að skrifa alternate history – sögubreyti – skáldsögur sem blanda raunverulegum persónum og atburðum úr sögunni saman við nýjan söguþráð og nýja tækniþróun. Fyrstu bækur hans, The Milkweed Triptych þríleikurinn, hlaut góða dóma en nýjustu bækur hans, þar sem klukkuverksvélmennið Jax berst fyrir frelsi hafa skotið honum rækilega upp á furðusöguhimininn. Tvær bækur hafa komið út í þessum flokki, sem er … Halda áfram að lesa: Klukkuverk, kaþólikkar og Kalvínismi – The Alchemy Wars eftir Ian Tregillis

Sex vísindaskáldsögur tilnefndar til Arthur C. Clarke verðlaunanna

Þá eru tilnefningar til Arthur C. Clarke verðlaunanna fyrir vísindaskáldsögu ársins komnar í hús. Þar kennir að venju ýmissa grasa, en verðlaunin eru veitt vísindaskáldsögum sem komu fyrst út í Bretlandi á fyrra ári og þykja virtustu verðlaun Breta fyrir vísindaskáldskap. Á tilnefningalistanum í ár má búast við að aðdáendur vísindaskáldsagna finni bæði gamla kunningja og nýjar uppgötvanir. Nýir höfundar eiga sinn fulltrúa á listanum … Halda áfram að lesa: Sex vísindaskáldsögur tilnefndar til Arthur C. Clarke verðlaunanna

Endalok tvíhyggjunnar – þrjár bækur með nýrri hugsun

Þrátt fyrir mikla framþróun á síðari hluta 20. aldar og því sem af er þeirri 21. standa  hin svokölluðu „vestrænu“ samfélög enn a grunni hugmynda sem mótaðar voru fyrir mörg hundruð og jafnvel þúsundum ára. Grunnhugmyndir manna um tvö kyn, hlutverk þeirra, samskipti og samlíf eru enn með sterkustu þátta í félagsmótun og eru enn það sem kallast „norm“ í samfélaginu. Tvíhyggjan, sú grundvallarsýn að … Halda áfram að lesa: Endalok tvíhyggjunnar – þrjár bækur með nýrri hugsun

The Expanse – Space noir upp á sitt besta?

Expanse bókaserían eftir James S.A. Corey hefur heillað marga aðdáendur geimópera á undanförnum árum, allt frá undirrituðum til sjálfs George R.R. Martin (sem virðist lesa SciFi á milli þess sem hann slátrar eigin sögupersónum af áfergju) sem lét hafa eftir sér að fyrsta bókin, Leviathan Wakes, væri „kickass space opera“. Áhuga Martin þarf reyndar hugsanlega að skoða í því ljósi að annar helmingur höfundateymisins á bak við … Halda áfram að lesa: The Expanse – Space noir upp á sitt besta?