Þrjár góðar til að lesa í desember

Vísindaskáldsögudesember er upp runninn. Því hvað er meira kósí í jólamánuðinum en að kúra undir teppi í þægilegum stól með kakó og góða bók? Hér á Framtíðinni mælum við með þremur vísindaskáldsögum til lestrar á aðventunni. Tvær þeirra koma nýjar út mánudaginn 6. desember og eru báðar framhald fyrri bóka (sem er jú bara enn skemmtilegra fyrir þá sem geta þá byrjað á að lesa fyrri … Halda áfram að lesa: Þrjár góðar til að lesa í desember

Leiðin til stjarnanna er andstæð eðlisfræðilögmálunum

Það varð uppi fótur og fit í eldflaugabransanum fyrir þó nokkrum árum þegar vísindamaðurinn Roger Shawyer tilkynnti að hann hefði fundið upp eldflaugahreyfil sem gengi fyrir örbylgjum og þyrfti ekkert eldsneyti, bara rafmagn. „Grúví pæling“, sögðu aðrir vísindamenn, „hvað ertu búinn að vera að reykja Roger minn?“ Það var ekkert skrýtið að menn teldu Roger vera skrýtinn því að það sem hann hafði hannað gekk í grunninn … Halda áfram að lesa: Leiðin til stjarnanna er andstæð eðlisfræðilögmálunum

Sjálfreimandi draumur fortíðar okkar að veruleika orðinn

Það þarf ekki að vera vísindaskáldsögukvikmyndanörd til að þekkja dagsetninguna 21. október 2015. Dagurinn sem Marty McFly ferðaðist til í framtíðinni er greiptur í huga flestra sem voru orðnir ca. 8 ára árið 1989. Ef þú spyrð nerði af þeirri kynslóð hvað þá myndi mest langa til að eignast úr kvikmyndasögunni þá er tvennt yfirleitt fyrst nefnt: Geislasverð og DeLorean. En í þriðja sæti (og jafnvel því … Halda áfram að lesa: Sjálfreimandi draumur fortíðar okkar að veruleika orðinn

Þess vegna hefur George Lucas rangt fyrir sér

Varúð! Þessi póstur mun innihalda nokkra Höskulda um Stjörnustríðsmyndirnar. Ég gleymi því seint þegar ég horfði í fyrsta sinn á DVD-útgáfuna af Return of the Jedi, sem kom út árið 2004, og sérstaklega lokaatriðinu. Keisaraveldið hefur verið sigrað, Svarthöfði sneri aftur til hins góða áður en hann dó, og litlu bangsakvikindin eru að dansa af einhverri furðulegri ástæðu. Logi Geimgengill horfir út í buskann og … Halda áfram að lesa: Þess vegna hefur George Lucas rangt fyrir sér

Spacetruckin’ highwayman from Roswell to Mars with two little men in flying saucers and Major Tom

Vísindaskáldskapur kemur í margskonar formi, bókum, kvikmyndum, myndasögum og myndlist hann skýtur upp kollinum allstaðar þar sem fólk tjáir sig með listrænum hætti.  Þekktustu dæmin um tengsl vísindaskálskapar og tónlistar eru væntanlega stórbrotin verk tónskálda fyrir kvikmyndir.  Stef og nótur sem að eilífu tengjast kvikmyndinni órjúfanlegum böndum, skapa spennu og andrúmsloft sem aldrei gleymist.  Þessi póstur er ekki helgaður slíkri tónlist. Popptónlist fór snemma að … Halda áfram að lesa: Spacetruckin’ highwayman from Roswell to Mars with two little men in flying saucers and Major Tom

Arthur C. Clarke spáir í framtíðina – eða sko, nútíðina

Arthur C. Clarke er talinn einn af þremur mikilhæfustu og áhrifamestu vísindaskáldsagnahöfundum 20. aldar ásamt þeim Isaac Asimov og Robert Heinlein. Og þar sem ritun vísindaskáldsagna snýst að miklu leyti um að ímynda sér mögulega framtíð kemur ekki á óvart að þessir þrír andans menn settu allir fram margvíslega spádóma um framtíðina. Það sem er skemmtilegt við þetta fyrir okkur í dag er að þeirra framtíð er … Halda áfram að lesa: Arthur C. Clarke spáir í framtíðina – eða sko, nútíðina