Sjálfreimandi draumur fortíðar okkar að veruleika orðinn

Það þarf ekki að vera vísindaskáldsögukvikmyndanörd til að þekkja dagsetninguna 21. október 2015. Dagurinn sem Marty McFly ferðaðist til í framtíðinni er greiptur í huga flestra sem voru orðnir ca. 8 ára árið 1989. Ef þú spyrð nerði af þeirri kynslóð hvað þá myndi mest langa til að eignast úr kvikmyndasögunni þá er tvennt yfirleitt fyrst nefnt: Geislasverð og DeLorean. En í þriðja sæti (og jafnvel því … Halda áfram að lesa: Sjálfreimandi draumur fortíðar okkar að veruleika orðinn

Þess vegna hefur George Lucas rangt fyrir sér

Varúð! Þessi póstur mun innihalda nokkra Höskulda um Stjörnustríðsmyndirnar. Ég gleymi því seint þegar ég horfði í fyrsta sinn á DVD-útgáfuna af Return of the Jedi, sem kom út árið 2004, og sérstaklega lokaatriðinu. Keisaraveldið hefur verið sigrað, Svarthöfði sneri aftur til hins góða áður en hann dó, og litlu bangsakvikindin eru að dansa af einhverri furðulegri ástæðu. Logi Geimgengill horfir út í buskann og … Halda áfram að lesa: Þess vegna hefur George Lucas rangt fyrir sér

Þrjár SciFi kvikmyndir til að sjá 2016 – og tvær til að sleppa

Kvikmyndaárið 2016 er svo sem ekki stappfullt af SciFi og fantasíumyndum en það eru samt nokkrar ræmur sem gera það þess virði að eyða peningum í popp og kók (sorry Sambíó, popp og pepsi mun bara aldrei fljúga). Hér eru þrjár stórar sem munu gera lífið skemmtilegra á árinu: Independence Day: Resurgence (júní) Þær eru komnar aftur. Við vissum að þær kæmu aftur. Will Smith er hins vegar … Halda áfram að lesa: Þrjár SciFi kvikmyndir til að sjá 2016 – og tvær til að sleppa

Nosferatu – hryllingssymfónía endurgerð

Kvikmyndin Nosferatu, eine Symphonie des Grauens sem F.W. Murnau gaf út árið 1922 er yfirleitt talin fyrsta vampírukvikmyndin og hefur öðlast sterkan költ status. Myndin, sem gerð var með Dracula Bram Stokers í huga en án þess að hafa höfundaréttarleyfi til að nota söguna, skartar Max Schreck í eftirminnilegu hlutverki vampírunnar Orloks greifa. Myndin hefur haft gífurleg áhrif á kvikmyndagerðarmenn fyrr og síðar og þykir eitt … Halda áfram að lesa: Nosferatu – hryllingssymfónía endurgerð