Fríða og dýrið – hin óborganlegu 50’s scifi plaköt

Segja má að áratugarnir um 1940-1960 séu sá tími sem mótaði grunninn sem vísindaskáldsögur síðari hluta tuttgustu aldarinnar byggðu á, og hafa jafnvel gert til dagsins í dag. Höfundar eins og Clarke, Le Guin, Heinlein og Asimov hófu ferla sína á þessum tíma, ýmsar grundvallar samfélagsbreytingar áttu sér stað og stríð og síðar kapphlaup stórveldanna þrýstu vísindum og tækniþróun framar í samfélagsfókusinn og hraðar áfram en áður … Halda áfram að lesa: Fríða og dýrið – hin óborganlegu 50’s scifi plaköt

Spacetruckin’ highwayman from Roswell to Mars with two little men in flying saucers and Major Tom

Vísindaskáldskapur kemur í margskonar formi, bókum, kvikmyndum, myndasögum og myndlist hann skýtur upp kollinum allstaðar þar sem fólk tjáir sig með listrænum hætti.  Þekktustu dæmin um tengsl vísindaskálskapar og tónlistar eru væntanlega stórbrotin verk tónskálda fyrir kvikmyndir.  Stef og nótur sem að eilífu tengjast kvikmyndinni órjúfanlegum böndum, skapa spennu og andrúmsloft sem aldrei gleymist.  Þessi póstur er ekki helgaður slíkri tónlist. Popptónlist fór snemma að … Halda áfram að lesa: Spacetruckin’ highwayman from Roswell to Mars with two little men in flying saucers and Major Tom

Arthur C. Clarke spáir í framtíðina – eða sko, nútíðina

Arthur C. Clarke er talinn einn af þremur mikilhæfustu og áhrifamestu vísindaskáldsagnahöfundum 20. aldar ásamt þeim Isaac Asimov og Robert Heinlein. Og þar sem ritun vísindaskáldsagna snýst að miklu leyti um að ímynda sér mögulega framtíð kemur ekki á óvart að þessir þrír andans menn settu allir fram margvíslega spádóma um framtíðina. Það sem er skemmtilegt við þetta fyrir okkur í dag er að þeirra framtíð er … Halda áfram að lesa: Arthur C. Clarke spáir í framtíðina – eða sko, nútíðina