Leiðin til stjarnanna er andstæð eðlisfræðilögmálunum

Það varð uppi fótur og fit í eldflaugabransanum fyrir þó nokkrum árum þegar vísindamaðurinn Roger Shawyer tilkynnti að hann hefði fundið upp eldflaugahreyfil sem gengi fyrir örbylgjum og þyrfti ekkert eldsneyti, bara rafmagn. „Grúví pæling“, sögðu aðrir vísindamenn, „hvað ertu búinn að vera að reykja Roger minn?“ Það var ekkert skrýtið að menn teldu Roger vera skrýtinn því að það sem hann hafði hannað gekk í grunninn … Halda áfram að lesa: Leiðin til stjarnanna er andstæð eðlisfræðilögmálunum

Arthur C. Clarke spáir í framtíðina – eða sko, nútíðina

Arthur C. Clarke er talinn einn af þremur mikilhæfustu og áhrifamestu vísindaskáldsagnahöfundum 20. aldar ásamt þeim Isaac Asimov og Robert Heinlein. Og þar sem ritun vísindaskáldsagna snýst að miklu leyti um að ímynda sér mögulega framtíð kemur ekki á óvart að þessir þrír andans menn settu allir fram margvíslega spádóma um framtíðina. Það sem er skemmtilegt við þetta fyrir okkur í dag er að þeirra framtíð er … Halda áfram að lesa: Arthur C. Clarke spáir í framtíðina – eða sko, nútíðina

Atlas nálgast – resistance is futile

Hver hefur ekki áhyggjur af því að einn daginn muni vélmennin ákveða að þau séu búin að fá nóg af okkur beinapokunum og taka völdin? Enginn. Að minnsta kosti enginn sem hefur fylgst með framþróuninni hjá Boston Dynamics. Nýjasta gerð Atlas vélmennisins var kynnt í upphafi ársins og stökkin sem hann hefur tekið frá því að þeir sýndu okkur hann síðast eru hreint mögnuð. Nú … Halda áfram að lesa: Atlas nálgast – resistance is futile