Arthur C. Clarke spáir í framtíðina – eða sko, nútíðina

Arthur C. Clarke er talinn einn af þremur mikilhæfustu og áhrifamestu vísindaskáldsagnahöfundum 20. aldar ásamt þeim Isaac Asimov og Robert Heinlein. Og þar sem ritun vísindaskáldsagna snýst að miklu leyti um að ímynda sér mögulega framtíð kemur ekki á óvart að þessir þrír andans menn settu allir fram margvíslega spádóma um framtíðina. Það sem er skemmtilegt við þetta fyrir okkur í dag er að þeirra framtíð er … Halda áfram að lesa: Arthur C. Clarke spáir í framtíðina – eða sko, nútíðina

Atlas nálgast – resistance is futile

Hver hefur ekki áhyggjur af því að einn daginn muni vélmennin ákveða að þau séu búin að fá nóg af okkur beinapokunum og taka völdin? Enginn. Að minnsta kosti enginn sem hefur fylgst með framþróuninni hjá Boston Dynamics. Nýjasta gerð Atlas vélmennisins var kynnt í upphafi ársins og stökkin sem hann hefur tekið frá því að þeir sýndu okkur hann síðast eru hreint mögnuð. Nú … Halda áfram að lesa: Atlas nálgast – resistance is futile

Þrjár SciFi kvikmyndir til að sjá 2016 – og tvær til að sleppa

Kvikmyndaárið 2016 er svo sem ekki stappfullt af SciFi og fantasíumyndum en það eru samt nokkrar ræmur sem gera það þess virði að eyða peningum í popp og kók (sorry Sambíó, popp og pepsi mun bara aldrei fljúga). Hér eru þrjár stórar sem munu gera lífið skemmtilegra á árinu: Independence Day: Resurgence (júní) Þær eru komnar aftur. Við vissum að þær kæmu aftur. Will Smith er hins vegar … Halda áfram að lesa: Þrjár SciFi kvikmyndir til að sjá 2016 – og tvær til að sleppa

Nosferatu – hryllingssymfónía endurgerð

Kvikmyndin Nosferatu, eine Symphonie des Grauens sem F.W. Murnau gaf út árið 1922 er yfirleitt talin fyrsta vampírukvikmyndin og hefur öðlast sterkan költ status. Myndin, sem gerð var með Dracula Bram Stokers í huga en án þess að hafa höfundaréttarleyfi til að nota söguna, skartar Max Schreck í eftirminnilegu hlutverki vampírunnar Orloks greifa. Myndin hefur haft gífurleg áhrif á kvikmyndagerðarmenn fyrr og síðar og þykir eitt … Halda áfram að lesa: Nosferatu – hryllingssymfónía endurgerð